Föstudagurinn langi.

Í helgihaldi kristinna manna hefur föstudagurinn langi sérstöðu.   Hann er ekki hátíð, heldur er hann samkvæmt íslenskri málvenju háhelgur dagur.

Við söfnumst saman undir krossinum í dag með kristnum systkinum okkar um víða veröld.   Það eru ekki fjarlægir atburðir sem við minnumst í dag, heldur eru þeir sínálægir og þess vegna varða þeir okkur.crucifix1

Hann sem negldur er á krossinn braut það af sér að tala sannleikann án manngreinarálits.  Hann riesti upp niðurbeygða og læknaði sundurmarin hjörtu.  Þar sem hann fór um þögnuðu kvalastunurnar og fólk eignaðist nýja von og fékk nýja sýn og nýjan kjark til að takast á við lífið. 

Hinn mikli friðþægingardagur allrar veraldarinnar er í dag.   En það sem við hugsum og tölum í dag er hneyksli og heimska í augum heimsins.   Þannig hefur það alltaf verið og er enn að menn hæðast að Kristi á krossinum og okkur sem söfnumst umhverfis kross hans.

Það er svo margt sem er óskiljanlegt í ráðsályktun Guðs.   Þess vegna skulum við, þrátt fyrir hæðnisbendingarnar,  dvelja við krossinn og horfa á hann með innri augum okkar,  „því að heimska Guðs er mönnum vitrarir og veikleiki Guðs mönnum sterkari." (I Kor 1.25)

 „Enginn hefur meiri kærleik en þann að legga líf sitt í sölurnar fyrir vini sína."  (Jóh 15.13)  Jesús lét lífið fyrir vini sína, en ekki einungis fyrir þá, heldur einnig óvini sína sem enn eiga kost á að gerast vinir hans.   Óvinir hans eru þeir menn sem á öllum öldum krossfesta hann að nýju með því að koma illa fram við annað fólk og leggja líf þess jafnvel í rúst.

Krossinn er lífs og sigurmerki.   Við sem erum þreytt og hrelld skulum halla okkur að krossi Jesú í dag.  Við skulum biðja Drottin að kveikja kærleikseld sinn í hjörtum okkar.   Síðan skulum við sækja fram, í krafti upprisunnar, undir merki þessa sama kross - sækja fram til að vinna  stóra sigra lífinu. 

Þannig getum við látið um okkur muna í því að segja öllu því stríð á hendur sem afskræmir manninn og veldur óhamingju og böli meðal fólks.   Þannig getum við látið um okkur muna í baráttunni fyrir því að við og systkini okkar um víða veröld fáum að lifa við þau skilyrði að við getum notið þess að vera til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.

Höfundur

Egill Hallgrímsson
Egill Hallgrímsson
elskar fólk, engla dýr og aðrar lifandi verur.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • The girl with the dragon tattoo
  • IMG_8063
  • IMG_8058
  • IMG_8058
  • crucifix1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband