20.8.2007 | 08:59
Hverjir mega tala um fjárfestingar?
Það virðist vekja undrun og jafnvel hneykslan sumra að eitt af fjölmörgum áhugamálum mínum eru fjárfestingar sem ég stunda ásamt félögum mínum í Bridge fjárfestingaklúbbnum. Samt er ég yfir mig ánægður með að vera í klúbbnum og það sama gildir um félaga mína þar, - en þeir eru margir.
Ég hef ekki þagað yfir þessum klúbbi eftir að mér varð ljóst hvílíkir möguleikar eru fólgnir í aðild að honum og látið "entrepreneur minded" fólk sem ég þekki vita af honum.
Sjálfur kynntist ég klúbbnum í júní á síðasta ári og var í fyrstu mjög tortrygginn. En þegar ég skoðaði hlutina betur og leitaði mér allra upplýsinga sem ég gat orðið mér úti um þá hvarf sú tortryggni. Eftir að hafa verið í meira en ár í klúbbnum eru allar efasemdir um ágæti hans horfnar.
Bridge fjárfestingaklúbburinn gerir okkur sem í honum erum mögulegt að fjárfesta í álitlegum, óskráðum sprota- eða uppgangsfyrirtækjum þar sem verðmæti hlutabréfablokka okkar vex ótrúlega hratt og getur margfaldast á tiltölulega skömmum tíma EF vel gengur.
Í dag tel ég það sérstaka gæfu að hafa kynnst Bridge og mér finnst það vera sérstök forréttindi að geta gefið öðrum réttar upplýsingar um klúbbinn og hjálpað þeim að gerast félagar. Þess vegna þegi ég ekki yfir honum þó ýmsir kunni að hneykslast eða undrast á mér fyrir það.
Þessi alþjóðlegi félagsskapur, sem Bridge fjárfestingaklúbburinn er, - er nú þegar kominn af stað með að breyta íslensku samfélagi og lífi fólks víða um heim. Vissulega eru þetta áhættufjárfestingar sem við erum að stunda. En það er alveg nýtt að almenningi gefst kostur á að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum á alþjóðamarkaði, án þess að þurfa að taka þá áhættu að missa hemili sín eða leggja fjárhag sinn í rúst.
Á meðfylgjandi mynd er ég á bát utan við strendur eyjarinnar Fuerteventura. Ég er að tala í GSM símann minn við klúbbfélaga heima á Íslandi. Umræðuefnið er að sjálfsögðu fjárfestingar.
Flokkur: Fjármál og viðskipti. | Breytt s.d. kl. 09:24 | Facebook
Um bloggið
Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.
Færsluflokkar
Tenglar
Vefsíður.
Heimasíða mín.
- Facebook síðan mín Hafðu endilega samband við mig á Facebook. Ýttu á slóðina.
- Vefsíða Skálholtsprestakalls
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko..alls staðr er fólk að gera skemmtilega og áhugaverða hluti..Herbalife, Bridge og sjálfsrækt ásamt p´lingum um trúlífið eigm við allavega sameiginlegt. Haltu áfram að lifa lífinu..til þess er það!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.8.2007 kl. 09:55
Sæll Egill
Innilega til hamingju með bloggið þitt. Svona á að takast á við nýja hluti, fullum þunga áfram. Hlakka til að hitta þig á næsta skóla.
Torfi Jóhannsson - Framtíðin er okkar., 20.8.2007 kl. 23:17
Sæll Egill, ég vil láta þig vita að ég var að skrifa blogg um DV greinina um þig. Sjá hérna Afveigaleiddur prestur
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.8.2007 kl. 15:09
Það er mín persónulega skoðun að þú, Egill Hallgrímsson, ættir að segja starfi þínu lausu sem prestur í Þjóðkirkjunni. Mér virðist það nokkuð borðleggjandi að Mammon er sá guð er þú tilbiður í hjarta þínu.
Í sjálfu sér sé ég ekkert athugavert við það að þú aðhyllist Mammon. Ég leyfi mér þó að efast um að guð þinn og Kristur eigi nokkurn skapaðan hlut sameiginlegan.
Farðu í friði.
Gísli Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:09
Sæll Egill, gaman að þú skulir vera komin með blogg síðu. Haltu áfram að gera góða hluti. Hugsa sér að 70% þeirra íslendinga sem leggjast inn á sjúkrahús gera það vegna lífstílstengdra sjúkdóma, sjúkdóma sem þeir fá vegna slæms lífstíls og væri hægt að koma í veg fyrir með því einu að bæta lífstíl sinn og matarræði. Er heilbrigðiskerfið í stakk búið að hjálpa fólki til að hjálpa lífstíl sinn? Hjálpa einum í einu og fylgja þeim eftir? Herbalife hefur fengið miljónir manna til að laga lífstíl sinn, bæta matarræði, huga að mannrækt, byggja upp fjárhag sinn og stunda reglulega hreyfingu. Þeir hafa fengið þúsundir manna sem aldrei hafa stundað íþróttir til að gera það. Miljónir manna út um allan heim hafa fengið raunverulega heilsubót með því að nota næringarvörur þessa stærsta heilsufyrirtæki heims sem hefur verið leiðandi í heilsu og næringarvörum í 26 ár. Skrif Gylfa læknis í Laugarási um Herbalife í DV dæma sig sjálf en bera sorglegt vitni um þá fordóma og þá djúpu gjá sem er á milli lækna á Íslandi og þeirra sem vilja leita annarra leiða til að bæta heilsu sína en að dæla í sig lyfjum. Þeirra sem vilja leita róta vandans og koma í veg fyrir hann en ekki bara slökkva eldana. Ég er sjálf búin að ná miklum árangri á tveimur og hálfu ári með að bæta mína heilsu með notkun Herbalife næringarvörunnar og með því að breyta um matarræði og lífstíl. Ég er meðal annars búin að ná miklum árangri gegn gigt sem var búin að vera að kvelja mig í fleiri ár og er nú algjörlega hætt að nota gigtarlyf. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur og hálfu ári að ég gæti náð svona miklum árangri með því einu að breyta matarræði mínu í hollustumatarræði og fara að hreyfa mig reglulega hefði ég sennilega ekki trúað honum, eða þótt það óyfirstiganlega erfitt að gera þær breytingar sem að ég þurfti í mínu lífi til að ná þvílíkum árangri. En skref fyrir skref gat ég það með hjálp lífstílsleiðbeinanda. Af sjálfsögðu þegar ég er búin að fynna leið sem hefur gagnast mér svona vel langar mig til að láta þá sem að mér þykir vænt um vita af henni. Einnig langar mig til að hjálpa fólki að ná þvílíkum árangri. Það sama gerir Sr Egill. Guð blessi þig Sr Egill fyrir þín góðu verk og bestu kveðjur, Anna Margrét
Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:45
Ég vil bæta því við að hægt er að lesa heilsusöguna mína á heimasíðunni minni www.heilsufrettir.is/annamargret
Anna Margrét Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.