Færsluflokkur: Lífstíll
2.9.2007 | 16:59
Markmið, velgengni og veruleikinn.
Sú kenning er eignuð Bandaríkjamanninum Zig Ziglar að við getum öðlast allt það sem við viljum í lífinu með því einu að hjálpa nógu mörgum að öðlast það sem þau vilja fá. Ég hneygist að því að þetta sé rétt hjá honum. Alla vega er það ljóst að í tilverunni eru lögmál sem við þurfum að fylgja, ef við viljum njóta velgengni og lífshamingju.
Í helgarblaði DV er uppbyggilegt viðtal við ungan athafnamann í Reykjavík, Ragnar Unnarsson. Ég mæli með að menn lesi þetta viðtal, því þarna virðist fara maður sem kann að njóta lífsins og er auk þess vel meðvitaður um þau grundavllarlögmál sem gilda í tilverunni. Hann hagar sér í samræmi við þessi lögmál, enda virðist hann eiga velgengni að fagna, bæði fjárhagslegri sem og hvað það varðar að njóta daganna.
Í viðtalinu bendir Ragnar á að allt gott sem fólk geri fái það margfalt til baka. Hann bendir líka á að ef maður sendi fólki illar hugsanir, komi þær í bakið á manni í einhverri mynd.
Hann miðlar einnig því sem hann lærði hjá hinum merka lífsþjálfara Anthony Robbins, hversu mikilvægt það er að maður læri á sjálfan sig, hvað maður vill og hvers vegna og hver stefna manns er í lífinu. Síðan segir Ragnar: Margir láta reka á reiðanum í lífinu og eru eins og skip sem nær hvergi höfn. Ég vil hafa markmið og ná þeim.
Yfirskrift viðtalsins er reyndar setningin, Skráð markmið verða að veruleika, og er þar bent á sannindi sem allt of fáir nýta sér. Reynsla fólks sem er að ná árangri sýnir að það munar öllu hvort við skráum markmið okkar á blað eða ekki. Ragnar skráir markmið sín, bæði dagleg markmið og langtímamarkmið. Hann segist skipuleggja sig vel og ljóst er að hann fer hratt að þeim markmiðum sem hann segur sér. Samkvæmt viðtalinu hafa fimm ára markmiðin sem hann setti á blað í fyrra öll gengið eftir nú þegar.
Mér finnst skína í gegn, í þessu viðtali, að þarna fer maður sem býr bæði yfir heiðarleika og velvilja í garð annars fólks. Þessir tveir mannkostir eiga þátt í velgengni hans.
Í viðtalinu kemur fram maður sem í lífi sínu er að rækta garðinn sinn bæði á hinu andlega og veraldlega sviði enda segir hann: Hamingjan kemur að innan. Það fer eftir viðhorfi fólks gagnvart lífinu hvernig því líður. Það veikjast allir, lenda í peningahremmingum eð einhverjum ógöngum en það kalla ég bara "so what?" Það sleppur enginn við einhverja slæma lífsreynslu. Það þarf bara að læra að horfa ekki á vandamálið heldur lausnirnar.
Menn eins og Ragnar hafa tileinkað sér hugsanagang sem ekki aðeins getur gert þeim auðvelt með að verða billjarðamæringar (ef þeir kæra sig um), heldur auðga þeir og bæta líf fjölda fólks á leiðinni að því marki.
Það er gaman þegar slíkir menn gefa innsýn inn í líf sitt því það má margt af þeim læra.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2007 | 11:32
Ríkasti maðurinn í Babýlon.
Ein þeirra bóka sem ég held mikið upp á og ráðlegg vinum mínum að lesa er bókin "The Richest Man in Babylon" eftir George S. Clason.
Bókin er í söguformi og fannst mér hún skemmtileg lesning. Þegar ég las hana í fyrsta sinn las ég hana í rúminu á kvöldin og hlakkaði alltaf til að fara í rúmið. Sagan er sögð á gamaldags ensku, - svipuðu máli og sjá má í gömlum enskum biblíuþýðingum. Það er gert til að færa huga lesandans enn nær hinni fornu Babýlon og lífinu þar.
Bókin inniheldur leiðbeiningar um hvernig hægt er að losna úr skuldum og efnast síðan vel, - án þess að þurfa endilega að auka tekjur sínar með því að vinna meira.
Þessi bók er full af lífsvisku. Þær leiðbeiningar sem í henni eru settar fram varðandi meðferð peninga eru skýrar og einfaldar. Það er auðvelt fyrir venjulegt fólk að tileinka sér þessar leiðbeiningar og fylgja þeim í daglegu lífi sínu. Sá sem af samviskusemi gerir það verður verulega auðugur.
Það sem kennt er í bókinni er sett fram af sögupersónunum bókarinnar og rökstutt að hætti fyrri tíðar manna. Auðvitað mótmæla sumar sögupersónur þeim ráðum sem gefin eru (líkt og margir í nútímanum) en það er þá notað til að rökstyðja enn betur það sem kennt er og sýna enn betur fram á hvernig það leiðir frá fátækt til ríkidæmis. Þau grundvallaratriði sem menn þurfa að tileinka sér til að komast úr skuldum og verða vel stæðir eru greinilega enn þau sömu og þau voru til forna.
Innihald þessarar bókar stuðlar tvímælalaust að heilbrigðara viðhorfi lesandans til peninga og getur losað fólk undan ranghugmyndum sem margir eru haldnir varðandi auðsöfnun og ríkidæmi.
Ég hvet alla sem vilja öðlast nýtt fjárhagslegt frelsi að kaupa þessa bók og lesa hana gaumgæfilega. Þetta er lítil bók í vasabrotsformi og hún kostar lítið. Ég hef stundum séð hana á loftinu í Pennanum - Eymundsson við Austurstræti og án efa má finna hana í fleiri bókabúðum. Að sjálfsögðu er einnig hægt að panta hana hjá Amazon.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 15:16
Lokum ekki á leiðir sem virka.
Fyrir u.þ.b. hálfu ári síðan fór ég að finna fyrir stóraukinni orku og vellíðan. Einnig losnaði ég algerlega við brjóstsviða sem var orðinn svo þrálátur að ég var farinn að taka lyf við honum. Auk þess fór ístra sem ég var kominn með framan á mig að minnka jafnt og þétt, mér til ómældrar gleði. Nú hef ég lést um 12 kíló, enda er ístran svo til horfin og ég stöðugt að verða flottari í laginu. Ástæðan er sú að fyrir u.þ.b. hálfu ári fór ég að nota Herbalife vörurnar.
Í gegnum Herbalife hef ég auk þess kynnst fjöldanum öllum af hressu skemmtilegu fólki sem er að stunda sjálfsrækt njóta lífsins, - fólki sem uppbyggilegt er að vera nálægt.
Ein þeirra, Anna Margrét Bjarnadóttir, skrifaði í gærkvöldi smá pistil í athugasemdadálkinn við síðustu færslu mína hér á síðunni. Mig langar til að birta hér hluta af því sem hún segir, því reynsla hennar er reynsla svo margra sem eru að nota þessar frábæru vörur. Anna Margrét segir meðal annars:
"Hugsa sér að 70% þeirra íslendinga sem leggjast inn á sjúkrahús gera það vegna lífstílstengdra sjúkdóma, sjúkdóma sem þeir fá vegna slæms lífsstíls og væri hægt að koma í veg fyrir með því einu að bæta lífstíl sinn og matarræði. Er heilbrigðiskerfið í stakk búið að hjálpa fólki til að bæta lífstíl sinn? Hjálpa einum í einu og fylgja þeim eftir? Herbalife hefur fengið miljónir manna til að laga lífstíl sinn, bæta matarræði, huga að mannrækt, byggja upp fjárhag sinn og stunda reglulega hreyfingu. Þeir hafa fengið þúsundir manna sem aldrei hafa stundað íþróttir til að gera það. Miljónir manna út um allan heim hafa fengið raunverulega heilsubót með því að nota næringarvörur þessa stærsta heilsufyrirtæki heims sem hefur verið leiðandi í heilsu og næringarvörum í 26 ár. ... Ég er sjálf búin að ná miklum árangri á tveimur og hálfu ári með að bæta mína heilsu með notkun Herbalife næringarvörunnar og með því að breyta um matarræði og lífstíl. Ég er meðal annars búin að ná miklum árangri gegn gigt sem var búin að vera að kvelja mig í fleiri ár og er nú algjörlega hætt að nota gigtarlyf. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur og hálfu ári að ég gæti náð svona miklum árangri með því einu að breyta matarræði mínu í hollustumatarræði og fara að hreyfa mig reglulega hefði ég sennilega ekki trúað honum, eða þótt það óyfirstiganlega erfitt að gera þær breytingar sem að ég þurfti í mínu lífi til að ná þvílíkum árangri. En skref fyrir skref gat ég það með hjálp lífstílsleiðbeinanda. Af sjálfsögðu þegar ég er búin að fynna leið sem hefur gagnast mér svona vel langar mig til að láta þá sem að mér þykir vænt um vita af henni. Einnig langar mig til að hjálpa fólki að ná þvílíkum árangri. Það sama gerir Sr Egill...."
Pistilinn í heild má lesa á athugasemdasvæðinu við síðustu bloggfærslu mína.
Mér finnst heilsusaga Önnu Margrétar Bjarnadóttur merkileg og hvet alla sem áhuga hafa á að lesa hana að fara á heimasíðu hennar http://www.heilsufrettir.is/annamargret
Á meðfylgjandi mynd er ég ásamt Önnu Margréti og Þór Sigurþórssyni en við vorum meðal þeirra þúsunda karla og kvenna sem tókum þátt í 5 kílómetra hlaupi á vegum Herbalife Family Foundation enn regnvotan morgunn í Köln í sumar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.
Færsluflokkar
Tenglar
Vefsíður.
Heimasíða mín.
- Facebook síðan mín Hafðu endilega samband við mig á Facebook. Ýttu á slóðina.
- Vefsíða Skálholtsprestakalls
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar