Góð ímynd og hættulegt fólk.

Það er mikil áhersla á fagurt yfirborð og umbúðir á okkar tímum.  Þetta sést m.a. í þeim blómlega iðnaði og verslun sem snýst um fegrunar- og snyrtivörur alls konar.  Talsverður hluti af vinnu lýtalækna í heiminum snýst ekki um að lagfæra raunveruleg lýti á fólki, heldur að gera fagurt fólk enn fegurra. IMG_0043 

Ein birtingarmynd þessarar áherslu á fagurt yfirborð kemur fram í því að hluti fólks er stöðugt að hugsa um hina svokölluðu ímynd sína.  Þetta á einkum við um fólk sem sækist eftir frama í samfélaginu eða þá sem eiga allt sitt undir lýðhylli, eins og t.d. stjórnmálamenn.  Þá snýst allt um að láta sjá sig með rétta fólkinu, stunda réttu áhugamálin, láta í ljós réttu skoðanirnar og láta ekki neitt vitnast um sig sem kann að virðast tortyggilegt og getur skaðað þessa s.k. ímynd.  

Sumir borga kunnáttumönnum háar fjárhæðir fyrir að hjálpa sér í þessum efnum.

Þetta fylgir því að við lifum við meiri almenna velmegun en þekkst hefur í heiminum áður.  Fólk sem ekki er bundið við brauðstrit og harða lífsbaráttu hefur tíma og efni til að vera stöðugt að snyrta sig og snurfusa og spá í hvað öðrum finnst um það. 

Auðvitað stendur okkur fæstum alveg á sama um hvernig við lítum út eða hvað öðrum finnst um okkur.  En þessi ofuráhersla á yfirborðið og ímyndina hlýtur þó að einhverju leyti að teljast vafasöm út frá sjónarhorni Kristinnar trúar.  Út frá Kristnum mannskilningi skiptir hið innra öllu máli, að við leitumst við, með Guðs hjálp, að vera heil og sönn og fylgja boðum Guðs og eigin samvisku, þó svo að það kunni að valda óþægindum í samskiptum við aðra.

Þannig var Jesú sjálfur.  Enda beið ímynd hans hnekki á meðal þeirra sem virðindar nutu í samfélaginu er hann tók að umgangast alls konar fólk, þar á meðal tollheimtumenn og bersynduga.

Til að geta verið sannar og heilar manneskjur þurfum við rækta okkur hið innra og það gerum við með Guðs hjálp.  Það gerum við með því að rækta það innileikasamband við lifandi Drottinn sem sr. Hallgrímur Pétursson lýsti svo vel er hann orti: Vaktu minn Jesú vaktu í mér / vaka láttu mig eins í þér, / sálin vakir þá sofnar líf, / sé hún ætið í þinni hlíf.

Treystum ekki fólki sem leggur ofur áherslu á að byggja upp ímynd sína og njóta vinsælda, því það fólk hefur látið glepjast af yfirborðsmennsku samtímans.  Við skulum í þessum efnum muna orðin úr Fyrri Samúlesbók, 16. kafla: Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.`   

Við skulum biðja Guð að hjálpa okkur að rækta með okkur þá innsýn að við getum skoðað eigið hjartalag og verið þannig í tengslum við sjálf okkur og eigin tilfinningar. Biðjum hann að gefa okkur líka innsýn inn í hjartalag annars fólks.  Því það er mikið af hræsnurum og úlfum í sauðagærum á meðal okkar.  Við þurfum að læra að greina þá, svo við getum forðast þá og varað aðra við þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel umhverfið hafa þó nokkur áhrif í þessum málum. Þ.e. að fólki sem e.t.v. er ekki svo upptekið af útliti sínu er sagt að það eigi að vera það. Ég hugsa þetta eigi dálítið skylt við það að allir eiga að vera steyptir í sama mót -vera eins - en þó vilja allir vera öðruvísi -án þess að skera sig úr og eiga hættu á að verða fyrir aðkasti vegna þessa.

Hildur Inga Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.

Höfundur

Egill Hallgrímsson
Egill Hallgrímsson
elskar fólk, engla dýr og aðrar lifandi verur.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • The girl with the dragon tattoo
  • IMG_8063
  • IMG_8058
  • IMG_8058
  • crucifix1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband