Ríkasti maðurinn í Babýlon.

Ein þeirra bóka sem ég held mikið upp á og ráðlegg vinum mínum að lesa er bókin "The Richest Man in Babylon" eftir George S. Clason.  richest_man

Bókin er í söguformi og fannst mér hún skemmtileg lesning.  Þegar ég las hana í fyrsta sinn las ég hana í rúminu á kvöldin og hlakkaði alltaf til að fara í rúmið. Sagan er sögð á gamaldags ensku, - svipuðu máli og sjá má í gömlum enskum biblíuþýðingum.  Það er gert til að færa huga lesandans enn nær hinni fornu Babýlon og lífinu þar.

Bókin inniheldur leiðbeiningar um hvernig hægt er að losna úr skuldum og efnast síðan vel, - án þess að þurfa endilega að auka tekjur sínar með því að vinna meira. 

Þessi bók er full af lífsvisku.  Þær leiðbeiningar sem í henni eru settar fram varðandi meðferð peninga eru skýrar og einfaldar.  Það er auðvelt fyrir venjulegt fólk að tileinka sér þessar leiðbeiningar og fylgja þeim í daglegu lífi sínu.  Sá sem af samviskusemi gerir það verður verulega auðugur. 

Það sem kennt er í bókinni er sett fram af sögupersónunum bókarinnar og rökstutt að hætti fyrri tíðar manna.  Auðvitað mótmæla sumar sögupersónur þeim ráðum sem gefin eru (líkt og margir í nútímanum) en það er þá notað til að rökstyðja enn betur það sem kennt er og sýna enn betur fram á hvernig það leiðir frá fátækt til ríkidæmis.  Þau grundvallaratriði sem menn þurfa að tileinka sér til að komast úr skuldum og verða vel stæðir eru greinilega enn þau sömu og þau voru til forna. 

Innihald þessarar bókar stuðlar tvímælalaust að heilbrigðara viðhorfi lesandans til peninga og getur losað fólk undan ranghugmyndum sem margir eru haldnir varðandi auðsöfnun og ríkidæmi.

Ég hvet alla sem vilja öðlast nýtt fjárhagslegt frelsi að kaupa þessa bók og lesa hana gaumgæfilega.  Þetta er lítil bók í vasabrotsformi og hún kostar lítið.  Ég hef stundum séð hana á loftinu í Pennanum - Eymundsson við Austurstræti og án efa má finna hana í fleiri bókabúðum.  Að sjálfsögðu er einnig hægt að panta hana hjá Amazon.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.

Höfundur

Egill Hallgrímsson
Egill Hallgrímsson
elskar fólk, engla dýr og aðrar lifandi verur.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • The girl with the dragon tattoo
  • IMG_8063
  • IMG_8058
  • IMG_8058
  • crucifix1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband