Loksins, loksins!

IMG_0239Loksins, loksins!  Ég hef lengi ætlað að byrja að blogga.  Það er góð tilfinning að vera kominn af stað. Internetið er ótrúlegt. Hér hef ég mitt eigið málgagn, minn eigin prédikunarstól þar sem ég get komið viðhorfum mínum á framfæri. Hér get ég samhæft reynslu mína, styrk og vonir við reynslu þeirra sem nenna að lesa. Ég hef gaman af að lesa blogg annars fólks, þ.e.a.s. sumra.

Í sumar hef ég verið að prófa nýja hluti, - gera nýja hluti sem ég aldrei gert áður.  T.d. fór ég í fyrsta sinn í sólarlandaferð til Fuerteventura, sem er ein af Kanaríeyjunum, með fjölskyldu minni, eiginkonu og börnum. Það höfðum við aldrei gert áður og mér fannst það merkileg og góð reynsla.

IMG_0491

  Ég gerði það líka í fyrsa sinn í sumar að vakna klukkan sex að morgni í erlendri stórborg, - Köln, - fara í stuttbuxur, hlaupaskó og bol og hlaupa síðan 5 kílómetra í morgunrigningunni ásamt þúsundum manna frá flestum Evrópulöndum.  Hlaupið var til styrktar fátækum börnum og var á vegum Herbalife Family Foundation.  Það var í tengslum við átján þúsund manna Herbalife Extravaganza ráðstefnu sem haldin var í Köln.  Þetta morgunhlaup á Rínarbökkum og yfir báðar brýrnar hjá miðbæ Kölnar fannst mér einstaklega skemmtileg og uppbyggileg reynsla.

Að byrja að blogga er það þriðja markverða sem ég geri í fyrsta sinn á þessu sumri.  Efri myndin sem ég birti með þessari færslu er af mér börnunumm mínum á Fuerteventura í sumar.  Konan mín tók myndina. Síðari myndin er tekin í Köln, á annarri brúnni yfir Rín. Kölnardómkirkja sérst í fjarska hinum megin við ána.  


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.

Höfundur

Egill Hallgrímsson
Egill Hallgrímsson
elskar fólk, engla dýr og aðrar lifandi verur.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • The girl with the dragon tattoo
  • IMG_8063
  • IMG_8058
  • IMG_8058
  • crucifix1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband