Færsluflokkur: Fjármál og viðskipti.

Hverjir mega tala um fjárfestingar?

IMG_0136Það virðist vekja undrun og jafnvel hneykslan sumra að eitt af fjölmörgum áhugamálum mínum eru fjárfestingar sem ég stunda ásamt félögum mínum í Bridge fjárfestingaklúbbnum. Samt er ég yfir mig ánægður með að vera í klúbbnum og það sama gildir um félaga mína þar, - en þeir eru margir.

Ég hef ekki þagað yfir þessum klúbbi eftir að mér varð ljóst hvílíkir möguleikar eru fólgnir í aðild að honum og látið "entrepreneur minded" fólk sem ég þekki vita af honum. 

Sjálfur kynntist ég klúbbnum í júní á síðasta ári og var í fyrstu mjög tortrygginn. En þegar ég skoðaði hlutina betur og leitaði mér allra upplýsinga sem ég gat orðið mér úti um þá hvarf sú tortryggni.  Eftir að hafa verið í meira en ár í klúbbnum eru allar efasemdir um ágæti hans horfnar.

Bridge fjárfestingaklúbburinn gerir okkur sem í honum erum mögulegt að fjárfesta í álitlegum, óskráðum sprota- eða uppgangsfyrirtækjum þar sem verðmæti hlutabréfablokka okkar vex ótrúlega hratt og getur margfaldast á tiltölulega skömmum tíma EF vel gengur. 

Í dag tel ég það sérstaka gæfu að hafa kynnst Bridge og mér finnst það vera sérstök forréttindi að geta gefið öðrum réttar upplýsingar um klúbbinn og hjálpað þeim að gerast félagar. Þess vegna þegi ég ekki yfir honum þó ýmsir kunni að hneykslast eða undrast á mér fyrir það.

Þessi alþjóðlegi félagsskapur, sem Bridge fjárfestingaklúbburinn er, - er nú þegar kominn af stað með að breyta íslensku samfélagi og lífi fólks víða um heim.  Vissulega eru þetta áhættufjárfestingar sem við erum að stunda. En það er alveg nýtt að almenningi gefst kostur á að fjárfesta í óskráðum fyrirtækjum á alþjóðamarkaði, án þess að þurfa að taka þá áhættu að missa hemili sín eða leggja fjárhag sinn í rúst.

Á meðfylgjandi mynd er ég á bát utan við strendur eyjarinnar Fuerteventura.  Ég er að tala í GSM símann minn við klúbbfélaga heima á Íslandi. Umræðuefnið er að sjálfsögðu fjárfestingar.


Um bloggið

Betra er að kveikja ljós en formæla myrkrinu.

Höfundur

Egill Hallgrímsson
Egill Hallgrímsson
elskar fólk, engla dýr og aðrar lifandi verur.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • The girl with the dragon tattoo
  • IMG_8063
  • IMG_8058
  • IMG_8058
  • crucifix1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband